Ferill 918. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 1592  —  918. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (TBE, SÞÁ, ÁBG, DME, JFF).


    Við b-lið 1. gr.
     a.      1. tölul. orðist svo: Stofn til útreiknings sérstaks vaxtastuðnings skal vera 23% af vaxtagjöldum ársins 2023 vegna lána sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þ.m.t. eru kaup á búseturétti samkvæmt lögum um húsnæðissamvinnufélög og kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð samkvæmt lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins.
     b.      2. tölul. verði 4. tölul. og í stað orðanna „getur aldrei verið“ í 1. málsl. komi: skal ákvarðaður sem stofn skv. 1. tölul. að teknu tilliti til skerðinga skv. 2. og 3. tölul. en þó ekki.
     c.      3. tölul. verði 2. tölul. og í stað orðanna „Sérstakur vaxtastuðningur“ í 1. málsl. komi: Stofn skv. 1. tölul.
     d.      4. tölul. verði 3. tölul. og í stað orðanna „Sérstakur vaxtastuðningur“ í 1. málsl. komi: Stofn skv. 1. tölul.
     e.      1. málsl. 5. tölul. orðist svo: Sérstakur vaxtastuðningur skal birtur í niðurstöðu álagningar opinberra gjalda gjaldárið 2024.
     f.      Á eftir 3. málsl. 5. tölul. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Komi til uppgreiðslu eða endurfjármögnunar láns þar sem valin hefur verið jöfn lækkun á afborgunum skal sú fjárhæð sérstaks vaxtastuðnings sem þá stendur eftir greiðast inn á það lán sem sætir uppgreiðslu eða endurfjármögnun og ef við á til greiðslu uppgreiðslugjalds.
     g.      Á eftir 1. málsl. 6. tölul. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Að lokinni kærumeðferð skv. 1. mgr. 99. gr. og leiðréttingum skv. 2. mgr. 101. gr. skal ríkisskattstjóri jafnframt á tímabilinu 1.–31. desember 2024 afhenda Fjársýslunni upplýsingar skv. 1. málsl.
     h.      Í stað orðanna „innan fimm virkra daga frá móttöku“ fyrra sinni í 2. málsl. 6. tölul. komi: á tímabilinu 1.–15. ágúst; og í stað sömu orða síðara sinni í sama málslið komi: á tímabilinu 16.–31. ágúst.
     i.      7. tölul. orðist svo: Ákvörðun sérstaks vaxtastuðnings er bundin við árið 2024, þ.e. frumákvörðun við álagningu 2024 skv. 98. gr., breytingar vegna kæru á þeirri álagningu skv. 99. gr. og eftir atvikum leiðréttingar skv. 2. mgr. 101. gr., allt innan ársins 2024. Komi í ljós, sbr. ákvæði 96. gr., að sérstakur vaxtastuðningur hafi á sínum tíma verið ákvarðaður of hár miðað við leiðréttan grundvöll skattlagningar þess árs, þá stofnast krafa vegna þess mismunar en ekki verður gerð breyting á framkvæmdri ráðstöfun inn á lán. Um rétt til sérstaks vaxtastuðnings gilda að öðru leyti ákvæði B-liðar 68. gr., sbr. og ákvæði til bráðabirgða XLI, eftir því sem við á.